Skráning á námskeið

Taktu þátt í ógleymanlegri ferð inn í heim hestanna—skráðu þig á námskeið í dag og uppgötvaðu ánægju hestamennskunnar!

Spennandi námskeið í hestamennsku hjá Stakkholti EST!

Ertu barn eða unglingur sem hefur alltaf dreymt um að kynnast hestum? Þá er þetta námskeið alveg fyrir þig! Við hjá Stakkholti bjóðum upp á einstakt tækifæri fyrir börn að læra um hestamennsku, jafnvel þótt þau hafi ekki aðgang að hestum sjálf.

Námskeiðin okkar eru hönnuð til að veita öllum þátttakendum dýrmæta færni í tengslum við hesta, þar á meðal:

  • Umgengni við hross: Nálgast heim hestanna, kynnast umhirðu og tengingu við dýrin.

  • Sýnikennsla: Fáðu fræðslu um hvernig á að umgangast hesta, atferli, sköpun þeirra, hestabúnað og öryggi.

  • Reiðkennsla: Tækifæri til að fara á bak hests undir stjórn reynds þjálfara.

Hvort sem þú ert algjör nýgræðingur eða hefur smá reynslu, reynum við að koma til móts við alla. Kennsla fer fram í litlum hópum (hámark 4), 45 mínútur í senn (rúmlega), 1x í viku, í hesthúsi við Dufþaksbraut 19 (innan Hvolsvallar, bakvið Lífland). Komdu og taktu þátt í skemmtilegu og fræðandi umhverfi þar sem vinátta, sköpunarkraftur og hestamennska fara saman!

Verð ISK 35.000 á barn fyrir 7 vikur. Innifalið er verkleg og bókleg/munnleg kennsla, reiðtygi og hjálmur, hressing (kakó/djús/kex), þátttökuviðurkenning og útprentuð mynd.  Kennsla fer fram í hesthúsi, reið í gerði (síðar útreiðar) og á kaffistofu. Apríl/maí námskeið hefjast fyrstu viku apríl 2025 og standa yfir til 30. maí. Páskafrí 14.-25. apríl. Síðasta vikan (26.-30. maí) með óhefðbundnu sniði til að enda veturinn með stæl! Nánar auglýst/útskýrt síðar.

Skráðu þig núna og gerðu draumana að veruleika! Plássin eru takmörkuð!

Stakkholt – Hestamennska fyrir alla!

Kennari er Edda S Thorlacius, hestafræðingur og leiðbeinandi, tamingamaður, viðskiptafræðingur og kennari (MT). Skráning á heimasíðu okkar: www.stakkolt.is/skraning eða gegnum tölvupóst hestar@stakkholt.is og við finnum rétta hópinn fyrir þig.