
Kynnumst
hestamennsku saman
Námskeiðin
Námskeiðin eru haldin innan samfellu Hvolsskóla á Hvolsvelli. Boðið er upp á 3 tímasetningar fyrir yngri hópa og 4 tímasetningar fyrir eldri hópa. Sjá stundatöflu hér að neðan. Við skráningu merkir nemandi við óskatímasetningu og kennari raðar í hópa eftir aldri, færni og óskum. Hver skipulögt kennslustund er 45 mínútur 1x í viku.
Yngri hópar (3.-4. bekkur)
Apríl/maí námskeið
ISK 35.000,- (7 vikur)
Námsskeið til að kynnast hestamennsku. Á námskeiðum reiðskólans læra nemendur að hugsa um hestinn og fara á bak ásamt því að læra um atferli hans, fóðurþarfir, gangtegundir og fleira. Hver nemandi mætir einu sinni í viku kl 13:45-14:30 (mán, mið eða fimmtudag)
Blandaðir hópar (3.-10. bekkur)
Apríl/maí námskeið
ISK 35.000,- (7 vikur)
Námsskeið til að kynnast hestamennsku. Á námskeiðum reiðskólans læra nemendur að hugsa um hestinn og fara á bak ásamt því að læra um atferli hans, fóðurþarfir, gangtegundir og fleira. Hver nemandi mætir einu sinni í viku kl 13:45-14:30 (mán, þrið, mið eða fimmtudag)
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum


































Um okkur
Edda S Thorlacius heiti ég og er stofnandi Stakkholts EST ásamt eiginmanni mínum Guðmundi Valgeir Hafsteinssyni. Við erum lítil fjölskylda sem stundar hestamennsku allt árið heima á Hvolsvelli og í nágrenni. Ég er menntaður tamningamaður og þjálfari frá Háskólanum á Hólum, Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með kennsluréttindi með meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri.
Ég brenn fyrir því að brúa bilið milli barna í hestamennsku óháð bakgrunni. Það sem hestamennskan hefur gefið mér allt mitt líf vil ég hjálpa öðrum að öðlast. Tilfinningin að umgangast dýrin og njóta hæfileika þeirra er ómetanleg og vil ég stuðla að aðgengi allra barna að þeirri upplifun. Með fræðslu og verklegri kennslu vil ég leiða þessi börn skref fyrir skref að sinni framtíð í hestamennsku.